Tussufín vinstristjórn !

Örfá afrek fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar.

 

Komin fram yfir síðasta neysludag !
Vinstristjórnin hefur verið við völd í um tvö ár, hér er að finna nokkur afrek hennar.

 

 

Icesave.

Fyrri Icesave samningar voru ríflega 400 milljörðum (ekki milljónum heldur milljörðum) HÆRRI/VERRI en þeir sem þingið er með nú. Stjórnin keyrði fyrri samningana í gegn, forsetinn sagði nei.  Forsætisráðherra þjóðarinnar kaus ekki einu sinni í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Það bíttaði víst engu máli.  Kannski smáatriði, en ef allir hefðu gert eins og Jóhanna þá hefðum við aldrei fengið nýjan samning.  Af hverju hefðu Bretar átt að fara að gera nýjan samning óneyddir?  Af því að þeir eru spila fair-play?  Segja hryðjuverkalög okkur eitthvað?

 

Við fengum samt mikið betri samning.  Sagði einhver af sér?  Kannski sá sem skipaði Svavar Gestsson?  Neee...  af hverju, þetta munaði ekki svo miklu og Svavar var orðinn þreyttur.  Mál af þessari stærðargráðu er sko ekki ástæða til afsagnar.   Þetta munaði MEIRA en 1.000 milljónum á DAG frá því að forsetinn sagði nei.  Á DAG !

 

Stjórnlagaþing.

 Kostar 500-800 milljónir.  Verðleggjum ekki lýðræðið.  Í miðjum niðurskurði þá er bara að forgangsraðað öðruvísi, lokum bara nokkrum heilbrigðisstofnunum út-á-landi.  Þetta dreifbýlispakk getur bara komið í bæinn ef á þarf að halda.

 

Nú eru 14.000 manns atvinnulausir og við eyðum meira í stjórnlagaþing en t.d. nýframkvæmdir í vegagerð.  Auðvitað.  Ég meina þetta er ÓBINDANDI, RÁÐGEFANDI þing sem Alþingi getur algerlega hunsað.  Hvað eru einhver atvinnuuppbygging í samanburði við það!!!

 

Skjaldborg heimilanna.

Hækkum skatta og lækkum laun. Ráðstöfunartekjur lækka, fyrirtæki draga saman, fleiri verða atvinnulausir.  "Allir vinna ekki"  átakið !

 

Jú, stjórnin gerði samning við fjármálafyrirtækin um að þau geri minna fyrir einstaklinga en þau hefðu annars gert áður en stjórnin fór að skipta sér af!!!   Og Árni Páll ætlaði sko að redda bílalánunum, reyndar alltaf eftir NÆSTU helgi.  Nokkrum mánuðum síðar dæmdi Hæstiréttur Íslands gengistryggðu lánin ógild.  Flott hjá Árna.  Brúnn og sætur.

 

Stöðugleikasáttmálinn.  Lækkum launin og hækkum skatta (hvað var verkalýðshreyfingin að hugsa).

 

ESB.

Umsókn um aðild að ESB í miðju hruni. Um að gera að setja það í forgang strax, kostar einhverjar milljarðar. Kva!

 

Skattastefnan.

Hækkum alla skatta og tökum upp nýja stofna til skatts, nema skattlagningu séreignarsparnaðar.  Það hækkar ekki vísitöluna þannig að almenningur finnur ekki fyrir því, skattleggjum þar sem það svíður!

 

Órólega deildin.

Fjölmiðlar tala alltaf um "órólegu deildina" í vinstri-grænum.  Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið.  Eru hinir ekki frekar svikararnir? (ESB, AGS...).

 

Ógilda kosningin.

Eitt mesta klúður Íslandssögunnar, Stjórnlagaþingskosningin.  Af hverju var Hæstiréttur að ógilda kosningun?  Þetta voru nú bara smávægileg brot á formkröfum.  Skiptir það nokkru máli þegar verið er að kjósa fólk til að endurskoða sjálfa STJÓRNARSKRÁNNA?  Halló, þetta var ekki kosning um hvort opna ætti ÁTVR á Súðavík, þetta er kosning fólks sem á að fjalla um sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins.  Stjórnvöld gagnrýna bara Hæstarétt, hann var sko skipaður í valdatíð Sjálfstæðismanna. Reyndar var dómurinn SAMHLJÓÐA og einn dómarinn var formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, man ekki eftir að hafa heyrt neina gagnrýni í þá veru að það væri einhver hægri slagsíða á skýrslunni.  Það á kannski bara við stundum.

 

Kvótamálið.

Stjórnin hefur leitað eftir samráði um kvótamálið. Fullt af hagsmunaaðilum.  Sátt liggur fyrir.  Flott, stjórnin ætlar samt að gera eitthvað allt annað!!  En það var samt samráð...

 

Stærsti gallinn.

Stærsti gallinn við vinstri stjórn er sá að ASÍ verður gjörsamlega máttlaust.  Hver hvatti til búsáhaldabyltingarinnar?  ASÍ?  Nei, Hörður Torfa !!!  Hvað hefði Guðmundur Jaki gert?  Hvað væri Guðmundur Jaki búinn að gera?  Þetta eitt og sér er nægjanleg ástæða til að fá vinstri stjórnina frá.  Vekja ASÍ.

 

Vinstristjórn, ALDREI, ALDREI AFTUR !!!

...en þeir hafa samt alveg tussufína aðstoðarmenn, vinstristjórnarráðherrarnir.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Flott samantekt. Þetta er óhæfstjórn.

Óskar Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband