Einkennileg fyrirsögn á mbl.is

"Olís lækkaði eldsneyti á ný" er fyrirsögn fréttar á mbl.is í dag. Fyrir það fyrsta þá lækkar maður ekki eldsneyti. Verð getur hækkað eða lækkað en ekki varan sjálf.

En þar fyrir utan er orðaval fyrirsagnarinnar merkilegt. Þegar maður les þessa fyrirsögn þá gefur hún til kynna að Olís sé að lækka verðið aftur, gefur jákvæða mynd af því sem gerðist. Það að hækka eitthvað um 6 kr og lækka það síðan um 4 kr. er ekki lækkun á ný. Hefði ekki verið mun meira lýsandi að hafa fyrirsögnina eitthvað í þessa veru: "Olís dregur hluta hækkunar til baka"?


mbl.is Olís lækkaði eldsneyti á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sammála þér. Þessi fyrirsögn er beinlínis röng þegar horft er á heildarmynidna.

Hún gætii hinsvegar haft þau áhrif að bensínið lækkaði í tönkunmum hjá Olís þó verðið hafi hækkað.

Landfari, 15.7.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband