Steingrímur Joð er gleyminn

Þegar Davíð fór var gengisvísitalan 189,64 (hafði lækkað úr 216,13 frá áramótum).  Í dag er gengisvísitalan 212,07 og hefur því hækkað um 11,83%

Öll gengistryggðlán hafa því hækkað um 11,83% frá því að nýr Seðlabankastjóri tók við !!!

Reyndar hafa stýrivextir lækkað um 1 prósentustig (en Davíð og Eiríkur höfðu haft áform um að lækka þá um 3%) 

Af hverju er Steingrímur Joð ekki að gagnrýna Seðlabankann núna?  Af hverju er engin gagnrýni á Seðlabankann? 

Steingrímur gleymir furðu mörgu þegar hann er kominn í ríkisstjórn sbr. hið gleymda frumvarp VG um lækkun vaxta á verðtryggð húsnæðislán (sjá: http://24.blog.is/blog/24/entry/839866/)


mbl.is Skilaskyldan heldur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég get nú ekki lesið annað út úr þessari frétt en Steingrímur J. hafi útskýrt ágætlega hver er ástæðan fyrir lækkun á krónunni.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Jóhannes Jónsson

Það vantar ekki að hann var með skýringar. Það læðist samt að mér sá grunur að ef dýralæknirinn hefði verið í þessum sporum, með þessar skýringar, þá hefði nú eitthvað heyrst í Steingrími. Kannski smá gagnrýni á Seðlabankann :-)

Þetta er svona svipað og það sem hann sagði um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ÁÐUR en hann fór í stjórn og síðan EFTIR að hann komst í stjórn. Fór úr því að vera Vinstri-Grænn í það að vera Hægri-Blár !

Jóhannes Jónsson, 30.3.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband