Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Okkar Jose Mourinho

Guðjón Þórðarson virðist alveg ráðalaus.  Hef nú alltaf haft gaman að karlinum, okkar Jose Mourinho sem klárlega er með munninn fyrir neðan nefið.  Hefur fram að þessu haft efni á því að berja sér á brjóst og vera með svaka lýsingar.  Spurning hvaða afsökun karlinn mun koma með núna.  Hverjum skyldi vera um að kenna?  Jose?  Nehhhh.......

Ég er ansi hræddur um að ÍA falli í ár en vona að þeir haldi sér, það væri svo gaman að sjá framan í Guðjón þá :-)


mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Valsmenn haldi sér í deildinni?

Valmenn hafa nú fengið 3 stig af 9 mögulegum.  Ótrúlega slappt hjá Íslandsmeisturunum.   Mér er reyndar nokk sama því ég held aldrei með Reykjavíkur/höfuðborgarliðum.  Enda Eyjamaður.

Og hvað er síðan eiginlega í gangi hjá Keflvíkingum?  Hef reyndar ekki þolað Keflavík frá því að þeir unnu ÍBV í bikarnum fyrir um 10 árum síðan, en samt flott byrjun hjá þeim.


mbl.is Fylkir lagði Íslandsmeistara Vals, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband