6.3.2010 | 11:01
Jóhanna Sigurðardóttir og greindarvísitala !
Forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, ætlar ekki að segja "NEI" í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Hún ætlar ekki einu sinni að mæta á kjörstað og nýta kosningarétt sinn (!) í stærsta máli Íslandssögunnar. Af hverju vill Jóhanna ekki segja "Nei"? Hún vill einfaldlega ekki nýjan samning.
Ef meirihluti þjóðarinnar segir "Já" þá halda núverandi Icesave lög gildi sínu. Það þýðir að Íslendingar greiða Icesave til baka án þeirra fyrirvara sem samþykktir voru á alþingi í ágústlok 2009. Það þýðir að við greiðum mun hærra til baka en þau tilboð sem komið hafa frá viðsemjendum okkar síðan forseti Íslands bjargaði íslenskri þjóð.
Hvað þýðir það fyrir viðsemjendur okkar, Breta og Hollendinga, ef við segjum "JÁ"? Nú þeir sjá sér engan hag í því að semja upp á nýtt. Af hverju ættu þeir að setjast að samningaborðinu aftur við Íslendinga þegar við værum búnir að segja "Já" við fyrri samningi? Mynduð þið semja upp á nýtt við einhvern til að fá lakari samning?
Það þarf ekki háa greindarvísitölu til að átta sig á því að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er langt frá því að vera tilgangslaus eða með óljósa valkosti.
Kostirnir eru mjög skýrir. Ef við sitjum öll heima eins og Jóhanna þá munu lögin halda gildi sínu og við munum ekki geta samið um eitt né neitt, enginn nýr samningur. Ef við hins vegar segjum "Nei" þá mun verða samið upp á nýtt.
Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn og segja eitt stórt NEI
Þjóðin gengur til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.