Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.5.2008 | 19:56
Klassamunur á fréttaflutningi, fréttastofa Stöđ 2 kann sig ekki.
Fréttaflutningur fjölmiđla í dag af heimsókn Friđriks og Mary til Stykkishólms hefur veriđ af svipuđum toga. Undanskiliđ er ţó fréttaflutningur Stöđvar 2. Ţar á bć var ákveđiđ ađ fjalla sérstaklega um ţađ ţegar óţroskađur unglingur varđ sér og skóla sínum til skammar međ dónalegri spurningu til krónprins Danmerkur. Spurningin var ţess eđlis ađ hún átti líklega ađ vekja kátínu hjá félögum drengsins sem eru á svipuđu ţroskastigi. Spurningin til Friđriks var svohljóđandi "Hefur ţú haft samkynhneigđa draumóra?" (sjá fréttina hér)
Drengnum er ţađ til vorkunnar ađ hann veit ekki betur, og hefur hann líklega veriđ ađ reyna ađ verđa eitthvađ í augum samnemenda sinna (sem ég vona ađ hafi meiri vistsmunaţroska). Hann kann ekki mannasiđi.
Ţađ er mér hins vegar hulin ráđgáta af hverju fréttastofa Stöđvar 2 sá ástćđu til ţess ađ birta ţessa spurningu í fréttatíma sínum. Ég hef ekki séđ ađra fjölmiđla greina frá ţessu atviki (og skil ţađ vel), og ég sé ekki tilganginn međ ţví. Ţetta er ekki frétt! Hér var bara veriđ ađ sýna barn sem kann ekki mannasiđi.
Ég geri meiri kröfur til fréttaflutnings en ţetta.
Krónprinshjónin í Stykkishólmi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 11:30
Hćrri álagning á litađri olíu ?
Olíugjaldiđ sem ríkiđ leggur á hvern lítra er föst krónutala eđa kr. 41.- Sú tala rćđst ekki af heimsmarkađsverđi eđa gengi bandaríkjadollars. Ofan á ţessa fjárhćđ kemur 24,5% virđisaukaskattur sem gerir alls 51 kr./ltr.
Ţar sem eini munurinn á venjulegri gjaldskyldri olíu og gjaldfrjálsri litađri olíu er umrćtt olíugjald ađ viđbćttum VSK ţá ćtti verđmunur olíunnar ađ vera 51 kr./ltr.
Hjá Atlantsolíu kostar lítri af venjulegri olíu 160,9 kr. en einn lítir af litađri olíu kostar 118,9 kr. Ţađ er munur upp á 42 kr. Hvar eru 9 krónurnar? Kannski skýrir flutningskostnađur hér eitthvađ (enda keyra ţeir olíuna til viđskiptavinarins), en ekki 9 kr. á hvern lítra. Skođum annađ dćmi.
Hjá Orkunni kostar lítri af venjulegri olíu 163,8 kr. en einn lítri af litađri olíu kostar 116,8 kr. Ţađ er munur upp á 47 kr. Hvar eru ţessar 4 krónur? Ekki skýrist munurinn hér af flutningskostnađi ţví ţessar olíur er báđar til sölu á sama afgreiđslustađ (Klettagörđum).
Jú eitthvađ kostar litarefniđ sem notađ er í lituđ olíuna. Samkvćmt reglugerđ skal liturinn blandast í hlutföllunum 1:10.000. Ef ţađ á ađ skýra 4 kr. á hvern lítra af olíu ţá kostar ţetta litarefni 40.000 kr./ltr.
Getur veriđ ađ skýringin sé einfaldlega sú ađ olíufélögin eru međ hćrri álagningu á litađa olíu?
Olíuverđ lćkkar enn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
2.5.2008 | 11:05
Olíuverđ á Íslandi ćtti ađ lćkka um 6%
Á mánudaginn var gengi bandaríkjadals 73,37 kr. og ţá kostađi olíutunnan 120 dollara. => Tunnan kostađi kr. 8.804.-
Í dag er gengi bandaríkjadals 74,94 og olíutunnan er á 110,03 dollara. => Tunnan kostar í dag kr. 8.245.-
Ţetta er lćkkun upp á 6,36% á fimm dögum.
Fyrir 5 dögum síđan kostađi lítrinn af díselolíu hjá Atlantsolíu 160,9 kr. Í dag kostar lítrinn líka 160,9 kr. ?
Olíugjaldiđ sem ríkiđ leggur á hvern lítra er föst krónutala eđa kr. 41.- Sú tala rćđst ekki af heimsmarkađsverđi eđa gengi bandaríkjadollars.
Eru mótmćli undanfarnar vikur ekki gagnvart röngum ađila?
Krónan styrkist | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)