Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Klassamunur á fréttaflutningi, fréttastofa Stöð 2 kann sig ekki.

Fréttaflutningur fjölmiðla í dag af heimsókn Friðriks og Mary til Stykkishólms hefur verið af svipuðum toga.  Undanskilið er þó fréttaflutningur Stöðvar 2.  Þar á bæ var ákveðið að fjalla sérstaklega um það þegar óþroskaður unglingur varð sér og skóla sínum til skammar með dónalegri spurningu til krónprins Danmerkur.  Spurningin var þess eðlis að hún átti líklega að vekja kátínu hjá félögum drengsins sem eru á svipuðu þroskastigi.  Spurningin til Friðriks var svohljóðandi "Hefur þú haft samkynhneigða draumóra?" (sjá fréttina hér)

Drengnum er það til vorkunnar að hann veit ekki betur, og hefur hann líklega verið að reyna að verða eitthvað í augum samnemenda sinna (sem ég vona að hafi meiri vistsmunaþroska).  Hann kann ekki mannasiði.

Það er mér hins vegar hulin ráðgáta af hverju fréttastofa Stöðvar 2 sá ástæðu til þess að birta þessa spurningu í fréttatíma sínum.  Ég hef ekki séð aðra fjölmiðla greina frá þessu atviki (og skil það vel), og ég sé ekki tilganginn með því.  Þetta er ekki frétt!  Hér var bara verið að sýna barn sem kann ekki mannasiði.

Ég geri meiri kröfur til fréttaflutnings en þetta.


mbl.is Krónprinshjónin í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærri álagning á litaðri olíu ?

Olíugjaldið sem ríkið leggur á hvern lítra er föst krónutala eða kr. 41.-  Sú tala ræðst ekki af heimsmarkaðsverði eða gengi bandaríkjadollars.  Ofan á þessa fjárhæð kemur 24,5% virðisaukaskattur sem gerir alls 51 kr./ltr.

Þar sem eini munurinn á venjulegri gjaldskyldri olíu og gjaldfrjálsri litaðri olíu er umrætt olíugjald að viðbættum VSK þá ætti verðmunur olíunnar að vera 51 kr./ltr.

Hjá Atlantsolíu kostar lítri af venjulegri olíu 160,9 kr. en einn lítir af litaðri olíu kostar 118,9 kr.  Það er munur upp á 42 kr.  Hvar eru 9 krónurnar?  Kannski skýrir flutningskostnaður hér eitthvað (enda keyra þeir olíuna til viðskiptavinarins), en ekki 9 kr. á hvern lítra.  Skoðum annað dæmi.

Hjá Orkunni kostar lítri af venjulegri olíu 163,8 kr. en einn lítri af litaðri olíu kostar 116,8 kr.  Það er munur upp á 47 kr.  Hvar eru þessar 4 krónur?  Ekki skýrist munurinn hér af flutningskostnaði því þessar olíur er báðar til sölu á sama afgreiðslustað (Klettagörðum).

Jú eitthvað kostar litarefnið sem notað er í lituð olíuna.  Samkvæmt reglugerð skal liturinn blandast í hlutföllunum 1:10.000.  Ef það á að skýra 4 kr. á hvern lítra af olíu þá kostar þetta litarefni 40.000 kr./ltr.

Getur verið að skýringin sé einfaldlega sú að olíufélögin eru með hærri álagningu á litaða olíu? 


mbl.is Olíuverð lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð á Íslandi ætti að lækka um 6%

Á mánudaginn var gengi bandaríkjadals 73,37 kr.  og þá kostaði olíutunnan 120 dollara.  => Tunnan kostaði kr. 8.804.-

Í dag er gengi bandaríkjadals 74,94 og olíutunnan er á 110,03 dollara.  => Tunnan kostar í dag kr. 8.245.-

Þetta er lækkun upp á 6,36% á fimm dögum.

Fyrir 5 dögum síðan kostaði lítrinn af díselolíu hjá Atlantsolíu 160,9 kr.  Í dag kostar lítrinn líka 160,9 kr.  ?

Olíugjaldið sem ríkið leggur á hvern lítra er föst krónutala eða kr. 41.-  Sú tala ræðst ekki af heimsmarkaðsverði eða gengi bandaríkjadollars. 

Eru mótmæli undanfarnar vikur ekki gagnvart röngum aðila? 


mbl.is Krónan styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband